Reiðkennsla og þjálfun

Eggert og Larissa eru menntaðir reiðkennarar frá Hólaskóla og taka að sér bæði einkakennslu og hópkennslu. Góð aðstaða er til reiðkennslu í reiðhöllinni í Kjarri en einnig taka þau að sér kennslu annars staðar eftir samkomulagi.

Við viljum hjálpa nemendum okkar að ná betri árangri í þjálfun á sínum hestum þar sem áhersla er lögð á persónulega kennslu sem sniðin er að þörfum hvers og eins.

Viltu auka kjark og þor á baki?

Við bjóðum upp á einkatíma til þess að auka vellíðan og jafnvægi á hestbaki. Kennsluhestur er til staðar sem er vel þjálfuður og rólegur. Hægt er að fá einkatíma á honum í reiðhöllinni á Kjarri eða úti á fallegum reiðvegum. Einnig bjóðum við upp á sætisæfingar í hringtaum til þess að bæta ásetu knapans og öryggi hans. Okkar markmið í kennslu er að hjálpa hverjum knapa að bæta sína reiðmennnsku á sínum forsendum.

Eggert og Larissa taka einnig að sér tamningar og þjálfun á hrossum.

Áhugasamir hafi samband við Eggert (860-1314) eða Larissu (783-6960).