Reiðkennsla

Eftir október 27, 2020 Fréttir

Viltu auka kjark og þor á baki? Við bjóðum upp á einkatíma til þess að auka vellíðan og jafnvægi á hestbaki. Kennsluhestur er til staðar sem er vel þjálfuður og rólegur. Hægt er að fá einkatíma á honum í reiðhöllinni á Kjarri eða úti á fallegum reiðvegum. Einnig bjóðum við upp á sætisæfingar í hringtaum til þess að bæta ásetu knapans og öryggi hans. Okkar markmið í kennslu er að hjálpa hverjum knapa að bæta sína reiðmennnsku á sínum forsendum. Kennarar eru Eggert Helgason og Larissa Silja Werner, reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum. Frekari upplýsingar og tímapantanir fást í gegnum einkaskilaboð eða í síma 8601314 (Eggert)

Newsletter